Hér fyrir neðan eru til sýnis hluti af verkum hausthópsins í textil, einnig upplýsingar um verkaðferðir sem eru kenndar og námsmat.
7.ÓS HAUST
1. Vélsaumur: Kennd er þræðing á saumavél, bæði undir- og yfirþræðing. Einnig að taka einföld mál, velja snið, leggja snið á efni og merkja fyrir saumförum.
Nemendur sauma beinan saum, sikksakka í brún, brjóta inn og merkja fyrir faldi og sauma tæpt í brún.
Verkefnið er að sauma flík t.d. náttbuxur, stuttbuxur eða aðrar einfaldar buxur, náttkjól, stuttermaboli, pils eða peysu.
2. Prjóna og/eða hekla, vefa: prjóna á hringprjón, eða sokkaprjóna. Læra uppfitjun, úrtöku og fella af.
· Prjónaverkefni er húfa, vettlingar, handstúkur eða annað prjónastykki.
· Hekluverkefnið er þvottapoki, lítill dúkur, sjal eða annað heklustykki.
· Vefnaðarverkefnið er trefill, taska, húfa eða annar vefnaður.
3.Val: ýmisleg verkefni með alskonar aðferðum t.d. útsaumur, hnýting, þæfing ofl.
Innan valsins er lögð áhersla á viðgerðir og endurnýtingu. Notaðar eru gamalar flíkur, þær bættar eða breytt í aðra nytjahluti.
· ATH: Nemendur þurf helst að prófa tvær vinnuaðferðir (sauma og prjóna/hekla), EN þó er einnig möguleiki að velja eina aðferð og velja sér þá stærra eða þyngra verkefni. t.d. sauma hettupeysu í stað joggingbuxna. Joggingbuxur eru einfaldara saumaverkefni og þá ætti nemandi að geta klárað annað lítið textilverkefni með annari aðferð en að sauma.
Þættir sem gefið er fyrir eru þekking, leikni, áhugi, samvinna, vinnubrögð. Sjá nánari skýringu hér og einnig yfirfærslu í tölu/stig












