top of page
2560x1600-true-blue-solid-color-background.jpg

 Hér fyrir neðan eru til sýnis hluti af verkum hausthópsins í textil, einnig upplýsingar um verkaðferðir sem eru kenndar og námsmat.

7. H1

1. Vélsaumur: Kennd er þræðing á saumavél, bæði undir- og yfirþræðing. Einnig að taka einföld mál, velja snið, leggja snið á efni og merkja fyrir saumförum.

Nemendur sauma beinan saum, sikksakka í brún, brjóta inn og merkja fyrir faldi og sauma tæpt í brún.


Verkefnið er að sauma einfalda flík  t.d. náttbuxur, stuttbuxur eða aðrar einfaldar buxur, náttkjól, stuttermaboli, pils eða peysu.

2. Prjóna og/eða hekla, vefa:  prjóna á hringprjón, eða sokkaprjóna. Læra uppfitjun, úrtöku og fella af.

·         Prjónaverkefni er húfa, vettlingar, handstúkur eða annað prjónastykki.

·         Hekluverkefnið er þvottapoki, lítill dúkur, sjal eða annað heklustykki.

·         Vefnaðarverkefnið er trefill, taska, húfa eða annar vefnaður.

3.Val: ýmisleg verkefni með alskonar aðferðum t.d. útsaumur, hnýting, þæfing ofl.                         

Innan valsins er lögð áhersla á viðgerðir og endurnýtingu. Notaðar eru gamalar flíkur, þær bættar eða breytt í aðra nytjahluti.

Hér er skýring á þáttum sem gefið er fyrir eru þekking, leikni, áhugi, samvinna, vinnubrögð. 

7. H1 HAUST: Projects
7. H1 HAUST: Pro Gallery
bottom of page